Smábæjaleikar í skoðun!

Í ljósi þeirrar óvissu sem ríkt hefur í samfélaginu hefur stjórn Knattspyrnudeildar Hvatar á Blönduósi haft skoðunar hvort og þá með hvaða hætti er unnt að halda Smábæjaleikana í ár og hvrt grundvöllur sé fyrir þeim með tilliti til þátttöku. Það sem helst þykir koma til greina er að haldið verði þriggja daga mót, í formi dagsmóts fyrir hvern flokk fyrir sig. Ætlunin með því er að halda fólksfjölda á svæðinu niðri hvern dag. Þá verði ekki gert ráð fyrir sameiginlegum mat, hópgistingu né kvöldvökum eða öðrum samkomum.

Nú er leitað til okkar hvort við séum í stakk búin að taka þátt með þessum formerkjum. Fyrirspurn var send til Hvatar á Blönduósi um að hýsa okkur sem komum lengst að í gistingu í eina nótt fyrir keppni, enda ógerlegt að ferðast með börn á Blönduós – keppa yfir daginn – ferðast til baka, allt á sama deginum.

Framkvæmdastjóri mun í dag og á morgun, fimmtudag og föstudag vera í sambandi við foreldra og kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að senda einverja flokka til keppni.