6-2 sigur – krakkarnir okkar stóðu sig vel!

Sigurbjörn Veigar knattspyrnuþjálfari fór með 8 ungmenni norður á Ísafjörð og Bolungarvík um helgina til þátttöku í æfingum og leik í íslandsmóti 4. flokks. Krakkarnir skemmtu sér konunglega ásamt því að vinna leikinn í gær 6-2. Mikil og dýrmæt reynsla í bankann hjá okkar fólki sem gætu ekki tekið þátt ef ekki væri fyrir samstarf við Vestra sökum smæðar.

Glæsilegt hjá ykkur krakkar!!