Á döfinni eru Meistaramót Íslands í frjálsum fyrir börn á aldrinum 11-14 ára annars vegar og ungmenni á aldrinum 15-22 ára hins vegar. Eldri hópurinn hefur keppni nú um helgina, þann 26.-28.febrúar, í Laugardalshöllinni. HHF á tvo skráða keppendur á mótið, þau Margréti Maríu Leiknisdóttur og Ísak Eli Sigurpálsson. Er það von okkar að þau mæti ákveðin til leiks og hafi gaman og gott af, árangurinn fylgir gjarnan í kjölfarið.

Yngri hópurinn mætir svo til leiks í Kaplakrika þann 6. mars nk. Skráningar standa yfir og er það einlæg von okkar að við komum til með að eiga keppendur þar líka.

Mikið er gott að sjá að mótahald er komið á fullt skrið aftur eftir smá dvala vegna ástandsins í heiminum.