HHF fatnaður frá JAKO

HHF er í samstarfi við Jako Sport á Íslandi. Keppnisföt í frjálsum íþróttum ásamt utanyfirfötum koma frá þeim. Vörurnar frá Jako hafa sannað gildi sitt hvað varðar gæði og endingu fyrir utan hvað þau eru smekkleg. Nú höfum við tekið í gagnið nýja línu þar sem framleiðslu á gömlu línunni okkar hefur verið hætt. Það þýðir hins vegar ekki að gömlu fötin séu ónothæf því litirnir eru þeir sömu þó stíllinn sé annar. Ef þið viljið panta föt er ykkur bent á að kíkja á heimasíðu Jako Sport og þar inni eigum við okkar svæði þar sem þið getið valið úr því sem er í boði. Sérstakt tilboð er á ýmsum vörum til 30. apríl 2020 þannig að það er um að gera að nýta tækifærið.

Smellið hér fyrir svæði HHF á heimasíðu Jako Sport

Smellið hér fyrir stærðartöflu á heimasíðu Jako Sport