Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

Fyrirmyndarhérað ÍSÍ er verkefni sem samþykkt var á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2015. Íþróttahéruð ÍSÍ hafa nú möguleika á að sækja um viðurkenningu til ÍSÍ fyrir fyrirmyndarstarf. Viðurkenning fæst að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem ÍSÍ setur. Forystumenn sex íþróttahéraða ÍSÍ komu að gerð þessa verkefnis og varð niðurstaðan ákveðinn gátlisti með þeim atriðum í starfsemi íþróttahéraðanna sem héruðin þurfa að uppfylla. Íþróttahéruð geta því á hvaða tímapunkti sem er sótt um þessa viðurkenningu og hvetur ÍSÍ stjórnir íþróttahéraða til að sækja um.

Nú stendur yfir vinna í að gera HHF að fyrirmyndarhéraði ÍSÍ og hefur handbók HHF verið unnin samhliða þeirri vinnu. Handbókina má sjá með því að smella á hnappinn efst í hægra horni heimasíðunnar.