Almenningssamgöngur

HHF er greiðsluþátttökuaðili í almenningssamgöngukerfi á svæðinu. Það þýðir að iðkendur HHF og aðildarfélaga þess ferðast á æfingar með almenningssamgöngum án þess að greiða. Þetta gerir okkur kleift að sækja kraft í hvort annað og æfa við bestu mögulegu aðstæður. Nú er það svo að einn æfingatími á hverjum virkum degi, á milli klukkan 17:00-18:00 er samæfingatími. Samæfingar eru í knattpsyrnu og frjálsum íþróttum. Yfir vetrartímann eru æfingarnar bundnar við Bröttuhlíð Patreksfirði en yfir sumartímann bætist Völuvöllur í Bíldudal við.

Ferðaáætlun er aðgengileg á heimasíðu Vesturbyggðar.