Æskulýðsvettvangurinn

Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagins Landsbjargar. Æskulýðsvettvangurinn var stofnaður árið 2007 en formleg stofnun fór fram sumarið 2012.

Héraðssambandið Hrafna-Flóki hefur aðild að Æskulýðsvettvanginum í gegn um UMFÍ og getur því nýtt sér áætlanir og reglur sem hann hefur sett sér. Héraðssambandið telur mikilvægt að hafa óháðan aðila í bakhöndinni við úrvinnslu viðkvæmra mála.