Mótaskrá 2020

Mótaskrá ársins er frábrugðin öðrum mótaskrám hingað til. Óvissa ríkir um tilvist móta. Við verðum þó á tánum og fylgjumst vel með og rípum gæsina þegar hún gefst. Nú er búið að ákveða að Unglingalandsmót verður á sínum stað og verður haldið á Selfossi í ár.

Mótaskrá ársins 2020

  • 18. júní – Krakkamót í frjálsum (10 ára og yngri) – VÖLUVÖLLUR
  • 25. júní – Stökk og kastmót í frjálsum (11 ára og eldri) – VATNEYRARVÖLLUR
  • 4.-5. júlí – MÍ í frjálsum 11-14 ára – SAUÐÁRKRÓKUR
  • 8. júlí – Bronsleikar Völu Flosa í frjálsum – VÖLUVÖLLUR
  • 18.-19. júlí – MÍ í frjálsum 15-22 ára – KAPLAKRIKI
  • 31. júlí-3. ágúst – Unglingalandsmót UMFÍ – SELFOSS
  • 29. ágúst – Arnarlaxmótið í knattspyrnu – VATNEYRARVÖLLUR
  • 2. september – Hlaupamót HHF (11 ára og eldri) – VÖLUVÖLLUR

Ódagsett ennþá eru 4 sparkvallamót – eitt á hverjum sparkvelli – 8.-7.-6. flokkur. Fótbolti og gril.