Reglugerð fyrir Minningarsjóð Stefáns Jóhannesar Sigurðssonar

 

 1. gr.

Sjóðurinn heitir Minningarsjóð Stefáns Jóhannesar Sigurðssonar.

 

 1. gr.

Tilgangur sjóðsins er að styrkjaunga efnilega íþróttamenn innan Héraðssambandsins Hrafna-Flóka til frekari þjálfunar.

 

 1. gr.

Stjórn sjóðsins skal skipð þremur mönnum og einum til vara. Stjórn HHF skipar í stjórn sjóðsins árlega að loknu ársþingi HHF.

 

 1. gr.

Tekjur sjóðsins sulu vera ákveðinn hundraðshluti af lottótekjum sem koma til HHF skv. ákvörðun héraðsþings HHF, frjáls framlög einstaklinga og félaga og aðrar fjáraflanir sem henta þykja hverju sinni.

 

 1. gr.

Sjóðsstjórn ákveður styrkupphæð hverju sinni og er heimilt að veita úr sjóðnum öllu því fé sem í honum er á hverjum tíma.

 

 1. gr.

Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar innan HHF sem náð hafa góðum árangri í þeim greinum sem stundaðar eru innan HHF.

 

 1. gr.

Heimilit er að veita styrk skv. umsókn frá viðkomandi styrkþega, enda fylgi meðmæli viðkomandi félags og greinargerð um ástæðu fyrir umsókninni og hvaða árangurs megi vænta.

 

 1. gr.

Allir sem hljóta styrk úr sjóðnum skulu skila skýrslu til sjóðsstjórnar um nýtingu styrksins, fyrirkomulag, helstu efnisatriði og árangur.

 

 1. gr.

Sjóðsstjórn skal skila skýrslu til stjórnar HHF þar sem m.a. sé gerð grein fyrir styrkveitingum og fjárreiðum sjóðsins.

 

 1. gr.

Endurskoðendur HHF er jafnframt endurskoðendur sjóðsins.

 

 1. gr.

Reglugerð þessi tekur gildi þegar héraðsþing HHF hefur staðfest hans. Breytingar á reglugerðinni þurfa að hljóta samþykki einfalds meirihluta á héraðsþingi HHF.

 

Samþykkt á héraðsþingi HHF 24. apríl 1999.