Lög Héraðssambandsins Hrafna-Flóka

1.grein

Sambandið heitir Héraðssambandið Hrafna-Flóki, skammstafað HHF.
Starfssvið þess er Vestur-Barðastrandasýsla.

2.grein

Heimili sambandsins og varnarþing er þar sem lögheimili formanns er hverju sinni.

3.grein

Hlutverk HHF er:
a. Að stjórna sameiginlegum íþróttamálum héraðsins, en að sérráð, er stofnuð eru, fara með stjórn sérgreinamála innan héraðsins.
b. Að annast samstarf um íþróttamál við sveitar- og bæjarstjórnir og aðra opinbera aðila innan héraðs.
c. Að varðveita og skipta milli félaganna því fé, sem til þess hefur verið veitt.
d. Að aðstoða við skipulag, undirbúning og framkvæmd íþróttamóta í héraði.
e. Að hafa frumkvæði um eflingu íþróttastarfs innan héraðs.
f. Að staðfesta lög/lagabreytingar aðildarfélaga og halda utan um staðfest lög félaga.
g. Að tilkynna ÍSÍ og viðkomandi sérsambandi um stofnun nýrra félaga og deilda.
h. Að fylgjast með því að starfsemi aðildarfélaga fari fram skv. gildandi lögum þeirra og íþróttahreyfingarinnar í heild. Í því skyni skal héraðssamband/íþróttabandalag hafa fullan aðgang að bókhaldi og fylgiskjölum aðildarfélaga/sérráða sinna og ef ástæða þykir til getur stjórn viðkomandi héraðssambands/íþróttabandalags tilnefnt sérstakan skoðunarmann reikninga fyrir félagið og fyrirskipað ítarlega rannsókn á fjárreiðum viðkomandi aðildarfélags/sérráðs. Aðildarfélag/sérráð getur krafist þess að bókhaldsgögn fari eingöngu um hendur löggilts endurskoðanda.
i. Vanræki aðildarfélag að halda aðalfund á tilsettum tíma, skal stjórn HHF, ef þörf krefur, boða til fundarins og sjá um framkvæmd hans.
j. Héraðsþingi HHF er heimilt, hafi aðildarfélag ekki farið að lögum og/eða fyrirmælum þess, að ákveða að víkja félaginu úr héraðssambandinu. Ákveði héraðsþing HHF að víkja félagi úr því er héraðssambandinu skylt að tilkynna það til ÍSÍ og viðkomandi sérsambands/sérsambanda.

4.grein

Rétt til þátttöku í sambandinu hafa þau ungmenna- og íþróttafélög, sem starfa eða munu starfa á sambandssvæðinu, enda séu lög þeirra og starfsemi í samræmi við lög HHF, ÍSÍ, og UMFÍ.

5.grein

Umsóknir um inngöngu í sambandið skulu sendar til stjórnar þess, ásamt eintaki af lögum viðkomandi félags. Sambandsstjórn úrskurðar um inngöngu, en héraðsþing skal staðfesta.

6.grein

Úrsögn er því aðeins gild, að viðkomandi félag sé skuldlaust við sambandið.

7.grein

Þeim félögum sem ekki hafa sent starfsskýrslu í tvö ár samfleitt, má víkja úr sambandinu. Ennfremur þeim félögum sem að öðru leyti gerast brotleg gagnvart lögum þess.

8.grein

1. HHF er stjórnað af:
a. Héraðsþingi
b. Héraðsstjórn

2. Héraðsþing skal halda ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti. Leitast skal við að ljúka því sem fyrst eftir áramót, og eigi síðar en 30.apríl. Þing má ekki halda á sömu dögum og íþróttaþing eða formannafundir ÍSÍ og UMFÍ.

3. Héraðsþing skal boðað með auglýsingu og/eða tilkynningu með eigi minna en eins mánaðar fyrirvara. Aðildarfélög skulu skila inn til HHF tillögum að málum/lagabreytingum sem taka á fyrir á þinginu eigi minna en tveimur vikum fyrir þing.

4. Skriflegt fundarboð (síðara fundarboð) með dagskrá og upplýsingum um tillögur og mál sem leggja á fyrir Héraðsþing skal senda aðildarfélögum með eigi minna en einnar viku fyrirvara.

9.grein

Fulltrúatala sambandsfélaganna á héraðsþingi skal reiknast út frá félgatali. Skal hvert félag fá 1 fulltrúa fyrir hverja byrjaða 50 félaga.

10.grein

Héraðsþing skal ár hvert ákveða gjöld sambandsfélaganna til sambandsins.
Héraðsþing skal ákvarða skiptingu lottótekna milli aðildarfélaga. Ákvörðun um skiptingu skal þó reglulega endurskoðuð, í samræmi við aðstæður hverju sinni. Stjórn sambandsins er heimilt að fresta greiðslum til aðildarfélags, hafi það ekki skilað starfsskýrslum fyrir 15.apríl , eða ekki haldið aðalfund skv.lögum hvers félags.

11.grein

Á þinginu skal ræða málefni sambandsins og aðildarfélaga þess. Þar skal stjórnin gefa fulltrúum skriflega skýrslu um starfsemi liðins árs, og leggja fram endurskoðaða reikninga sambandsins og fjallar þingið um hvort tveggja. Þingið kýs stjórn og skoðunarmenn ársreikninga skv. ákvæðum 13.greinar laga þessara. Ennfremur kýs það nefndir. Getur þingið falið sambandsstjórn að annast tilnefningu þessara starfskrafta á sérstökum stjórnarfundi ef stjórnin æskir þess.

12.grein

Á héraðsþingi hafa aðeins kjörnir fulltrúar atkvæðisrétt. Auk þeirra eiga rétt til þingsetu og hafa þar málfrelsi og tillögurétt:

a) stjórn og varastjórn
b) endurskoðendur
c) fulltrúar ÍSÍ og UMFÍ
d) meðlimir fastanefnda
e) meðlimir dómstóls
f) íþróttafulltrúi ríkisins
g) allir ungmennafélagar sbr. 8.grein laga UMFÍ

Auk þess getur stjórnin boðið öðrum aðilum þingsetu ef hún telur ástæðu til. Aðeins
sá sem er félagi innan sambandsins er kjörgengur fulltrúi þess á héraðsþingi. Hver þingfulltrúi hefur eitt atkvæði. Allir þingfulltrúar skulu hafa kjörbréf.

13.grein

Störf héraðsþings eru:

1) Þingsetning
2) kosning fyrsta og annars þingforseta
3) kosning fysta og annars þingritara
4) kosning kjörbréfanefndar
5) ávörp gesta
6) kosnar nefndir er þingið samþykkir að kjósa skuli til starfa á þinginu til að fjalla um þær tillögur og málefni sem til þeirra er vísað.
7) lögð fram skýrsla fráfarandi stjórnar.
8) lagðir fram endurskoðaðir reikningar til samþykktar.
9) Umræður um skýrslu stjórnar og reikningar
10) stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
11) lagðar fram og teknar til umræðu aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar.
Þinghlé

12) Tillögur og nefndarálit tekin til afgreiðslu
13) skýrslur aðildarfélganna
14) Önnur mál
15) kosningar:
a) kosning stjórnar sbr. 15.grein
b) kosning skoðunarmanna (2 aðalmenn og 1 varamaður)
c) kosning í héraðsdómstól
d) kosning fulltrúa á Íþróttaþing ÍSÍ.
16. Þingslit

Ef lægsta atkvæðatala til að ná kosningu fellur á tvo eða fleiri skal kjósa um þá á ný bundinni kosningu. Verði þeir enn jafnir, ræður hlutkesti. Einfaldur meirihluti atkvæða viðstaddra atkvæðisbærra fulltrúa ræður úrslitum, nema um lagabreytingar sé að ræða, þá þarf 2/3 hluta (greiddra atkvæða) sömu fulltrúa.

14.grein

Aukaþing skal halda, ef nauðsyn krefur að mati stjórnar eða helmingur sambandsfélaga óskar þess. Allur boðunar og tilkynningarfrestur til aukaþings má vera helmingi styttri en til reglulegs þings. Fulltrúar á aukaþingi eru þeir sömu og voru á næsta reglulega þingi á undan og gilda sömu kjörbréf, þó má kjósa að nýju í stað fulltrúa sem er látinn, er veikur eða forfallaður á annan hátt. Á aukaþingi má ekki gera laga- og leikreglabreytingar og ekki kjósa stjórn nema bráðabirgðastjórn ef meirihluti kjörinnar aðalstjórnar hefur sagt af sér eða hætt störfum, af öðrum orsökum, eða stjórnin hefur að eigin dómi orðið óstarfhæf. Að öðru leyti gilda um það sömu reglur og um reglulegt héraðsþing.

15.grein

Héraðsþing kýs þrjá menn í stjórn og þrjá til vara úr röðum félagsmanna innan aðildarfélaga HHF. Héraðsþing kýs formann úr röðum stjórnarmanna, en aðrir stjórnarmenn skipta með sér verkum.

16.grein

Sambandsstjórnin hefur á hendi stjórn sameiginlegra mála sambandsins milli þinga, eftir þeim reglum og innan þeirra takmarka sem lög og þingsamþykktir segja. Hún veitir mótttöku öllu því fé er sambandinu áskotnast, ávaxtar sjóði þess og fer með þá samkvæmt fjárhagsáætlun þeirri er þingið hefur samþykkt.

17.grein

Sambandsstjórn hefur fundi svo oft sem þurfa þykir. Þangað skal boða alla stjórnarmenn eða varamenn í þeirra stað, geti aðalmenn eigi mætt. Þá skal stjórnin boða formenn allra sambandsfélganna til fundar eigi sjaldnar en tvisvar sinnum á ári, ásamt formönnum einstakra nefnda þegar ástæða þykir til. Slíkur formannafundur getur ekki verið æðri stjórn sambandsins, heldur eingungis ráðgefandi samkoma stjórnar. Skylt er formönnum að senda fulltrúa í sinn stað, geti þeir eigi mætt. Atkvæðisrétt á formannafundum skulu hafa sambandsstjórn og formenn félaga, en nefndarmenn því aðeins ef um sérmálefni nefnda þeirra er að ræða. Aldrei fer þó einn og sami maður með nema eitt atkvæði.

18.grein

Við hver áramót skulu stjórnir sambandsfélaganna semja skýrslur um hag sinn og starfsemi samkvæmt fyrirmælum UMFÍ og ÍSÍ. Skýrslu þessari skal skila til sambandsstjórnar eigi síðar en 15.mars.

19.grein

Ef ágreiningur rís innan stjórnar HHF eða meðal sambandsaðila um réttindi félaga eða um skilning á þessum lögum skal leggja málið fyrir dómstól ÍSÍ til úrskurðar.

20.grein

Lög þessi öðlast gildi þegar framkvæmdarstjórn ÍSÍ og UMFÍ hefur samþykkt þau.

Lögin uppfærð skv. samþykktum á 34.Héraðsþingi HHF í Skrímslasetrinu á Bíldudal 2013.