Litlueyrarvöllur

Litlueyrarvöllur í Bíldudal er fallega gróinn 9 holu golfvöllur (par 34) í stórbrotnum fjallasal. Golfklúbbur Bíldudals (GBB) var stofnaður árið 1992 og síðan þá hefur aðstaðan byggst upp jafnt og þétt. Félagar í klúbbnum hafa gert upp gamalt íbúðarhús sem er á svæðinu og breytt því í aðstöðu fyrir félagsstarfið. Falleg fjöll verja völlinn fyrir ákveðnum vindáttum og setja þau skemmtilegan svip á umhverfið.