Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar

Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar býður upp á ýmsa afþreyingu. Fyrir utan íþróttahúsið sjálft er þar 25 metra útilaug, pottar, vaðlaug og rennibraut. Í íþróttahúsinu er svo hægt að nálgast tækjasal.

Sundlaug sú sem nú er notuð var upphaflega byggð árið 1930 og var hún 10×20 metrar. Var hún m.a. byggð fyrir fjárframlag úr sýslusjóði og fóru sundnámskeið fyrir alla sýsluna fram í henni. Sundlaugin var stórlega endurbætt og lengd í 25 metra árið 1987.

Við íþróttamiðstöðina er glæsilegt vel útbúið tjaldsvæði og svæðinu má líka finna KSÍ sparkvöll og strandblaksvöll.