Viðbragðsáætlun HHF

HHF og aðildarfélög þess leitast við að bæta menningu í íþróttahreyfingunni og tryggja með öllum leiðum öruggt og þægilegt umhverfi fyrir sína félagsmenn. Sameiginlegur verðmætabanki allra manna inniheldur t.d. að allir eigi rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og skal hún vera gagnkvæm.

Einelti, kynferðislegt og kynbundin áreitni og/eða ofbeldi, í hvaða mynd sem það birtist, má ekki viðgangast. HHF telur það sína ábyrgð að fyrirbyggja með öllum mætti og bregðast við slíkri hegðun. Í smærri samfélögum getur verið vandasamt að fara með slík mál vegna þátta eins og nálægð og frændskapar og því er nauðsynlegt að hægt sé að fara með mál sem slík til úrvinnslu hjá hlutlausum aðilum. Æskulýðsvettvangurinn hefur á sínum snærum fagráð sem tekur til umfjöllunar mál sem þessi. HHF hefur aðgang að Æskulýðsvettvangnum sem aðili að UMFÍ og mun nýta sér viðbragðáætlun hans.

Viðbragðsáætlun HHF er því viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins.