Siðareglur HHF

HHF og aðildarfélög þess leitast við að bæta siðgæði og siðferði í sínum vinnubrögðum. Mikilvægt er fyrir alla sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð.

Allir starfsmenn sambandsins og aðildarfélaga þess skulu skila upplýstu samþykki um öflun upplýsinga úr sakaskrá. Þetta á við um stjórnarfólk, starfsmenn stjórna, þjálfara og aðila þá sem taka að sér hóp ungmenna fyrir hönd félagsins, t.d. liðsstjóra, gististjóra í íþróttum o.þ.h.

HHF er aðili að UMFÍ sem hefur aðgang að Æskulýðsvettvanginum. Æskulýðsvettvangurinn hefur í gildi siðareglur sem gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangsins. Þær snúa annars vegar að samskiptum og hins vegar að rekstri og ábyrgð. Siðareglur HHF eru því siðareglur Æskulýðsvettvangsins.