Jafnréttisáætlun HHF

Jafnréttisáætlun HHF byggir á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og lögum um kynrænt sjálfræði 80/2019. Áætlunin er jafnframt byggð á vinnu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Jafnréttisstofu um gerð jafnréttisáætlana fyrir íþróttafélög og leiðbeiningar þess efnis.

Markmið jafnréttisáætlunar HHF er að tryggja að allir félagsmenn HHF séu meðvitaðir um ábyrgð sína og áhrifamátt í jafnréttismálum og fari að lögum um jafna stöðu ólíkra þjóðfélagshópa.

HHF leggur ríka áherslu á jafnrétti allra kynja og að allir iðkendur sambandsins geti iðkað íþrótt sína óháð kynferði, trúarbrögðum, skoðunum, þjóðerni, kynþætti, litarhætti, efnahag, kynhneigð eða stöðu að öðru leyti. Þetta skal haft í huga við skipulag starfsins, mótahald og úthlutun styrkja.

HHF skal leitast við að ná til allra barna og ungmenna samfélagsins. Því skal leitast við að hafa kynningarefni og upplýsingar á fleiri tungumálum en íslensku eftir því sem þörf er á.

HHF hvetur einstaklinga af öllum kynjum til þátttöku í innra starfi sambandsins og að í ábyrgðarstörf innan þess veljist sem jafnast hlutfall kynja hverju sinni. Jafnréttisstefnan skal vera samofin öllu starfi og markvisst fléttuð inn í alla stefnumótun og verklag sambandsins. Gæta skal þess að ýta ekki undir staðalímyndir.

Nánar má lesa um jafnréttisáætlun í Handbók HHF.