Gildi HHF

Fræðsla: HHF stendur vörð um að fræðsla til félagsmanna sambandsins og aðildarfélaga þess um þau málefni er við koma íþróttaiðkun og almennu heilbrigði sé í hávegum höfð.

Efling líkamlegrar færni: HHF og aðildarfélög bjóða upp á möguleika til aukinnar líkamlegrar færni með því að bjóða upp á skipulagt starf í samstarfi við aðildarfélög. Utan skipulagðs starfs er það hlutverk HHF í samstarfi við sveitarfélögin að hvetja til aukinnar lýðheilsu með aðstöðu til þess.

Samheldni og samvinna: HHF leitast við að vera í eins jákvæðum samskiptum og unnt er bæði inn á við og út á við. HHF er virkur þátttakandi í starfi ÍSÍ og UMFÍ. HHF tekur boðum um samvinnu með opnum huga. HHF er í góðu og jákvæðu sambandi við sín aðildarfélög og sína félagsmenn og sveitarfélög.

Þjónusta: Stjórn og framkvæmdastjóri leitast við að veita aðildarfélögum sínum góða þjónustu í þeim verkefnum og málum sem þau standa í hverju sinni.

Efling sálfélagslegrar færni: HHF hvetur aðildarfélög að huga að þjálfun sálfélagslegra þátta samhliða þjálfun líkamlegra þátta. Hluti af fræðslustarfi HHF verður alltaf efling sálfélagslegra þátta.