Félagsmálastefna HHF

HHF er umhugað um að efla og styrkja samfélagið sem það starfar í. Hluti af því er að sálfélagslegir þættir séu þjálfaðir samhliða líkamlegum þáttum. HHF notast við verkfærakistu ,,Sýnum Karakter“ sem er samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ. Hverjum einstaklingi er það mikilvægt að eiga sterkt félagslegt net. Besta leiðin til að skapa það er að vera virkur á sem víðustum grunni samfélagsins og gefa til þess krafta sína og hæfieika. HHF stuðlar því að efla sálfélagslega færni félagsmanna sinna og gefa þeim færi og svigrúm til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

 

Markmið:

  • Hvetja aðildarfélög til að þjálfa sína iðkendur sálfélagslega jafnt og líkamlega. Í þeim efnum er hægt að notast við verkfærakistu ,,Sýnum Karakter“.
  • Byggja upp gott sjálfstraust, jákvæða sjálfsmynd, félagsfærni og heilbrigða lífshætti. Áhersla er á samveru utan skipulagðra íþróttaæfinga og fræðslu til iðkenda um heilbrigðan lífsstíl.
  • Hvetja til þátttöku í skipulögðu starfi, að öllum líði vel í starfi á vegum HHF. HHF hugar sérstaklega vel að nýliðum.

Eflum sjálfsvirðingu og virðingu fyrir öðrum einstaklingum sem og veraldlegum hlutum og hugtökum.