Í dag, miðvikudaginn 21. apríl klukkan 18:00, verður Héraðsþing HHF í Birkimel á Barðaströnd. Gestum og gangandi er því miður ekki boðið að koma eins og venja þykir þar sem samkomutakmarkanir koma í veg fyrir að fleiri en 20 einstaklingar komi saman. Sá fjöldi dugar einmitt ekki alveg til að koma fyrir öllum þingfulltrúum og því verða einhverjir fulltrúar viðstaddir í gegn um Zoom.

Til að fólk geti fylgst með þingstörfum verður viðburðinum streymt á fésbókarsíðu Hrafna-Flóka. Áhugasamir verða því væntanlega límdir við skjáinn 🙂

Með kærri kveðju,

Páll framkvæmdastjóri