Hleð Viðburðir
This event has passed.

Dagana 30.-31. maí nk. heldur Knattspyrnuakademía Norðurlands  námskeið fyrir alla fótboltakrakka í 3. – 8. Flokkiá Vatneyrarvelli Patreksfirði.

Námskeiðshaldarar hafa allir mikla menntun og reynslu af þjálfun barna og unglinga og hafa haldið fjölmörg námskeið víðsvegar um landið t.d. Ísafirði, Neskaupstað, Dalvík, Akureyri, Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd o.fl. stöðum

Áhersla verður lögð á einstaklingsmiðaða þjálfun þar sem helstu grunnþættir knattspyrnu verða þjálfaðir en þessa þætti skiptir miklu máli að þjálfa, meðal atriða sem farið verður í eru spyrnur, móttökur, snúningar, skallar, tækni, 1vs1 o.s.frv.

Þjálfarar.
Þórólfur Sveinsson, (Tóti) hefur starfað sem þjálfari seinustu 20 ár og hefur gríðarlega reynslu af þjálfun barna og unglinga. Hefur verið skólastjóri Knattspyrnuakademíu Norðurlands frá stofnun hennar 2014.
Auka þjálfarar verða 1-2 eftir fjölda skráningar þannig að við getum haldið miklum gæðum í okkar æfingum.

Skipt er niður í tvo hópa. Árgangar 2010 og yngri eru 10:00 – 11:45 báða dagana. Árgangar 2009 og eldri eru 12:00 – 14:00 báða dagana.
Skráning þarf að berast fyrir miðvikudaginn 27 . maí. Betra er að þeir sem eru ákveðnir að skrá sig geri það sem fyrst uppá skipulag og fjölda þjálfara

Verð 6.000 kr.
Skráningar sendast á: thorolfur@akmennt.is
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:
• Nafn og kennitala barns ásamt núverandi félagi.
• Nafn, kennitala og símanúmer greiðanda.

Nánari upplýsingar veitir Þórólfur Sveinsson í síma 891 9081.