Hleð Viðburðir
This event has passed.

Bronsleikar Völu Flosa verða haldnir hátíðlegir miðvikudaginn 8. júlí. Leikar hefjast stundvíslega klukkan 18:00 og því gott að vera mætt svolítið fyrr svo kependur geti verið búin með upphitun o.s.frv. Líkt og áður er um innanfélagsmót að ræða og þátttökuverðlaun í boði. HHF býður öllum í pylsu og svala eftir að keppendur hafa lokið keppni. HHF biðlar til félaganna að skaffa starfsfólk og biðlum við til foreldra og annarra fullorðinna að vera liðleg og aðstoða við mælingar, tímatökur og skráningar.