Íþróttaskóli HHF

Um Íþróttaskólann

Íþróttaskóli HHF hefur vakið verðskuldaða eftirtekt annarra íþróttafélaga og héraðssambanda. Við höfum fengið mikið lof í hattinn vegna starfsins. Íþróttaskólinn hefur verið starfræktur frá hausti 2015. Hann er starfræktur í öllum þéttbýlunum, þ.e. á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal. Kennt er í samfellu við skólahald alla virka daga. Íþróttaskólinn sækir fyrirmynd sína til HSV en þar hefur íþróttaskóli verið starfræktur frá hausti 2011. Kennsla í skólanum skiptist í tvennt. Annars vegar grunnþjálfunarþátt og hins vegar boltaskóla sem kenndur er í lotum, þ.e. ein grein í einu. Boltaíþróttir sem aðildafélög HHF hafa í boði eru í áhvegum hafðar auk þess sem við kynnum fyrir börnunum aðrar greinar sem ekki endilega eru í boði. 

 

Sveitafélögin og HHf standa á bak við verkefnið og er framkvæmdin í höndum HHF. 

 

Markmið skólans eru eftirfarandi:

  • Auka fjölda barna sem iðka íþróttir
  • Að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun séu jákvæð
  • Að börn fái að njóta eins mikillar fjölbreytni og kostur er
  • Auka gæði þjálfunar og auka samræmingu þjálfunar á svæðinu
  • Lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna
  • Auka grunnþjálfunarhluta æfinga sem tengjast almennum hreyfiþroska
  • Að bærn læri frá upphafi skólagöngu að hreyfing er hluti af daglegu lífi

 

Skólastjóri Íþróttaskóla HHF er Páll Vilhjálmsson íþróttafulltrúi á Sunnanverðum Vestfjörðum. Páll sinnir umsjón auk þess að kenna í íþróttaskólanum á Bíldudal. Kennari á Tálknafirði er Marion Worthmann og kennari á Patreksfirði er Svandís Helga Hjartardóttir. 

Samstarfsaðila

Tálknafjörður     Vesturbyggð     Arnarlax     landsbankinn     Þórsberg     Fjarðalax     Oddi   islensk k felagi