Fréttir

Héraðsþing 2019

Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka var haldið hátíðlegt á Hópinu í Tálknafirði þann 10. apríl sl. Auk hefðbundinna þingstarfa voru íþróttamenn ársins heiðraðir og mótaskrá sumarsins samþykkt. Hana er að finna á síðunni.

 

Ný stjórn var einnig kosinn. Iða Marsibil Jónsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og er Margrét Brynjólfsdóttir nýr formaður HHF. Önnur breyting varð á stjórn sambandsins því Guðrún Eggertsdóttir vék úr stjórn og Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson kemur inn í hennar stað. Kristrún Guðjónsdóttir situr áfram í stjórn sem gjaldkeri sambandsins. Engar breytingar urðu á varastjórn sambandsins og sitja þeir Ólafur Byron Kristjánsson, Heiðar Jóhannsson og Guðlaugur Jónsson áfram.

 

HHF þakkar þeim Iðu Marsibil og Guðrúnu fyrir vel unnin störf síðustu tvö árin og óskar þeim Margréti og Sigurbirni Veigari velfarnaðar í þeirra störfum í þágu sambandsins. 

 

received 2263104907271204

 

Verðlaunahafar frá vinstri:

Björg Sæmundsdóttir kylfingur ársins, Elísa Margrét Marteinsdóttir körfuknattleiksmaður ársins, Rakel Jóna Davíðsdóttir Bredesen frjálsíþróttamaður ársins, Aníta Steinarsdóttir sundmaður ársins og íþróttamaður ársins og Katrín Una Garðarsdóttir knattspyrnumaður ársins.

 

received 327434218130800

 

Á myndinni að ofan er Aníta Steinarsdóttir íþróttamaður ársins. Titilinn hlaut hún fyrir afrek sín í sundlaugunum og inni á frjálsíþróttavellinum. Aníta vann til bronsverðlauna í 50m bringusundi á Unglingalandmótinu ásamt því að vera í sveit HHF í 4x50m boðsundi sem einnig vann til bronsverðlauna á sama móti. Aníta vann þar að auki til silfurverðlauna í hástökki á Unglingalandsmótinu ásamt því að vera í 4x100m boðhlaupssveit HHF sem vann til gullverðlauna á Unglingalandsmótinu.

 

received 585876005241345

 

Á myndinni að ofan eru frá vinstri: Guðlaugur Jónsson og Heiðar Jóhannsson fulltrúar í varastjórn, Margrét Brynjólfsdóttir, Kirstrún A. Guðjónsdóttir og Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson sem mynda stjórn sambandsins. Á myndina vantar Ólaf Byron Kristjánsson sem einnig er í varastjórn.

Samstarfsaðila

Tálknafjörður     Vesturbyggð     Arnarlax     landsbankinn     Þórsberg     Fjarðalax     Oddi   islensk k felagi