Fréttir

Íþróttaskóli HHF

LOKSINS - Íþróttaskóli HHF er farinn af stað! Í gær, mánudaginn 7. september fór hann af stað á Patreksfirði og Tálknafirði. Í dag fer hann af stað á Bíldudal. Góð þátttaka er í skólann en hann er í boði fyrir börn í 1. - 4. bekk á svæðinu.

 

Fyrirkomulag Íþróttaskóla HHF er þannig að þrisvar í viku er börnin í grunnþjálfun, þ.e. almennar æfingar sem bæta almennan hreyfiþroska og veitir þeim grunntækni sem hagnast þeim í öllu sem þau taka sér fyrir hendur. Tvisvar í viku er svo boltaskóli. Þar eru kenndar boltagreinar í lotum. Reynt verður að hafa fjölbreytni í fyrirrúmi þó mesta áherslan sé á þær boltagreinar sem eru í boði hjá aðildarfélögum HHF sem börnin geta stundað þegar þau útskrifast úr Íþróttaskóla HHF.

 

Kennarar við skólann þetta starfsárið eru Páll Vilhjálmsson, Þorbjörg Petrea Pálsdóttir og Marion Worthmann. HHF er gríðarlega stolt að geta loksins lagt af stað með þetta verkefni.

 

Kennslutímar eru sem hér segir en þeir standa allir yfir í 45 mínútur, lýkt og kennslustund í skólanum:

 

Patreksfjörður (Þorbjörg Petrea):

1.-2. bekkur - alla virka daga strax eftir að skóla lýkur klukkan 13:15

3.-4. bekkur - alla virka daga klukkan 14:00

 

Tálknafjörður (Marion og Páll):

1.-4. bekkur - mánudaga, miðvikudaga og föstudaga klukkan 14:00 (Marion)

1.-4. bekkur - þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 14:45 (Páll)

 

Bíldudalur (Páll):

1.-4. bekkur - alla virka daga klukkan 13:30

 

HHF vill þakka öllum þeim sem koma að Íþróttaskólanum á einn eða annan hátt.

Samstarfsaðila

Tálknafjörður     Vesturbyggð     Arnarlax     landsbankinn     Þórsberg     Fjarðalax     Oddi   islensk k felagi