Fréttir

Sumarleikar 2015 - nýtt héraðsmet

Sumarleikar HHF voru haldnir við hátíðlega athöfn á Völuvelli um helgina. 75 keppendur voru skráðir til leiks í blíðunni á Bíldó. Skemmst er frá því að segja að allir hafi notið stundarinnar bæði keppendur og aðrir gestir. Bros og gleði skein úr andlitum keppenda og lang flestir stigu framfaraskref á leikunum. Hápunktur mótsins reyndist vera í kringlukasti 14 ára stúlkna en Liv Bragadóttir frá UMFT gerði sér lítið fyrir og kastaði kringlunni 32,37 metra og setti þar með nýtt héraðsmet. Fyrra met átti systir hennar Brynja Liv Bragadóttir. Frábær árangur það og óskum við Liv til hamingju með nýtt héraðsmet!

Samstarfsaðila

Tálknafjörður     Vesturbyggð     Arnarlax     landsbankinn     Þórsberg     Fjarðalax     Oddi   islensk k felagi