Fréttir

Þorbergur réttmætur evrópumeistari!

Íþróttafélagið Hörður​, sem er eitt af aðildafélögum HHF, hefur eignast evrópumeistara unglinga í kraftlyftingum. Á vef Kraftlyftingasambands Íslands (www.kraft.is) segir að niðurstöður lyfjarprófa á EM unglinga í Ungverjalandi í apríl liggi nú fyrir og er opinbert að sigurvegarinn í +120 kg flokk karla, Vasily Malashkin frá Rússlandi, hefur verið dæmdur úr leik vegna brota á lyfjareglum.

 

Það þýðir að Þorbergur Guðmundsson, frá Kraftlyftingadeild Harðar er hinn rétti Evrópumeistari í flokknum.

 

Til hamingju Þorbergur!!

Samstarfsaðila

Tálknafjörður     Vesturbyggð     Arnarlax     landsbankinn     Þórsberg     Fjarðalax     Oddi   islensk k felagi