Fréttir

Námskeið í leirdúfuskotfimi

Skotíþróttafélag Vestfjarða stendur fyrir námskeiði í leirdúfuskotfimi helgina 3-5 júlí. Námskeiðið verður haldið á æfingarsvæði félagsins sem er staðsett á Hlaðseyrarhæð. Gunni Sig sér um kennsluna og hefur hann meðal annars þjálfað landsliðshóp kvenna í leirdúfuskotfimi.

 

Þátttökugjald er 5.000kr fyrir félagsmenn en 6.000kr fyrir aðra þátttakendur. Innifalið í þátttökugjaldinu eru 150 leirdúfur á meðan námskeiðið stendur. Hver umfram hringur (25 leirdúfur) á námskeiðinu kostar 500kr.

 

Þátttakendur þurfa að koma með eigin skot.

 

Skráning og frekari upplýsingar gefur
Óli Byron s.869-4848
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Samstarfsaðila

Tálknafjörður     Vesturbyggð     Arnarlax     landsbankinn     Þórsberg     Fjarðalax     Oddi   islensk k felagi