Fréttir

Sumarleikar 2015 - nýtt héraðsmet

Sumarleikar HHF voru haldnir við hátíðlega athöfn á Völuvelli um helgina. 75 keppendur voru skráðir til leiks í blíðunni á Bíldó. Skemmst er frá því að segja að allir hafi notið stundarinnar bæði keppendur og aðrir gestir. Bros og gleði skein úr andlitum keppenda og lang flestir stigu framfaraskref á leikunum. Hápunktur mótsins reyndist vera í kringlukasti 14 ára stúlkna en Liv Bragadóttir frá UMFT gerði sér lítið fyrir og kastaði kringlunni 32,37 metra og setti þar með nýtt héraðsmet. Fyrra met átti systir hennar Brynja Liv Bragadóttir. Frábær árangur það og óskum við Liv til hamingju með nýtt héraðsmet!

Þorbergur réttmætur evrópumeistari!

Íþróttafélagið Hörður​, sem er eitt af aðildafélögum HHF, hefur eignast evrópumeistara unglinga í kraftlyftingum. Á vef Kraftlyftingasambands Íslands (www.kraft.is) segir að niðurstöður lyfjarprófa á EM unglinga í Ungverjalandi í apríl liggi nú fyrir og er opinbert að sigurvegarinn í +120 kg flokk karla, Vasily Malashkin frá Rússlandi, hefur verið dæmdur úr leik vegna brota á lyfjareglum.

 

Það þýðir að Þorbergur Guðmundsson, frá Kraftlyftingadeild Harðar er hinn rétti Evrópumeistari í flokknum.

 

Til hamingju Þorbergur!!

Undirritun samninga

Í gær, fimmtudaginn 11. júní, voru undirritaðir sögulegir samningar Í Fjölval á Patreksfirði. Um er að ræða samstarfssamninga á milli Héraðssambandsins Hrafna-Flóka og sveitarfélaganna Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps annars vegar og Héraðssambandsins Hrafna-Flóka og sex af stærstu fyrirtækjunum á sunnanverðum Vestfjörðum hins vegar. Þau eru Oddi hf Patreksfirði, Þórsberg ehf. Tálknafirði, Landsbankinn Patreksfirði, Arnarlax ehf. Bíldudal, Fjarðalax ehf. og Íslenska Kalkþörungafélagið ehf. Bíldudal.
mynd1 3

 

Í byrjun febrúar árið 2014 var haldinn stefnumótunarfundur að tilstuðlan Héraðssambandsins Hrafna-Flóka í samstarfi við Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp. Á fundinum var staða íþrótta- og æskulýðsmála á svæðinu greind. Farið var yfir styrkleika og veikleika, ógnanir og tækifæri. Einnig var farið yfir hvernig væri hægt að bæta stöðuna og að lokum voru niðurstöðurnar dregnar saman og nokkur atriði sett sem forgangsverkefni. Efst á þessum forgangslista var að fá starfsmann, íþróttafulltrúa á sunnanverðum Vestfjörðum sem ynni bæði fyrir HHF og sveitarfélögin. Þann 1. júní sl. tók til starfa Páll Vilhjálmsson sem slíkur. Annað atriði á forgangslistanum var að fá styrk frá bæði sveitafélögum og fyrirtækjum á svæðinu ásamt því að auka jákvæðni á svæðinu gagnvart starfseminni.

 

Samningarnir sem undirritaðir voru í gær eru í samræmi við yfirlýst markmið samstarfsaðila HHF um að styrkja það mikilvæga æskulýðs- og íþróttastarfs sem HHF vinnur að meðal barna og unglinga á sambandssvæði sínu.

mynd2 2

 

Í viðbót við Lilju Sigurðardóttur, formanns HHF og Valdimar Gunnarsson tóku til máls Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð, Indriði Indriðason sveitastjóri Tálknafjarðarhrepps og Einar Sveinn Ólafsson framkvæmdastjóri Ískalk. Lýstu þau yfir ánægju sinni með að samstarfssamningar væru undirritaðir og undirstrikuðu mikilvægi þeirra með fallegum orðum.

 

HHF þakkar sveitafélögunum og ofangreindum fyrirtækjum fyrir veittan stuðning, Fjölval á Patreksfirði fyrir veitingar og öllum þeim sem komu að viðburðinum á einn eða annan hátt.

 


Framtíðin er björt – ÁFRAM HHF!

 

Námskeið í leirdúfuskotfimi

Skotíþróttafélag Vestfjarða stendur fyrir námskeiði í leirdúfuskotfimi helgina 3-5 júlí. Námskeiðið verður haldið á æfingarsvæði félagsins sem er staðsett á Hlaðseyrarhæð. Gunni Sig sér um kennsluna og hefur hann meðal annars þjálfað landsliðshóp kvenna í leirdúfuskotfimi.

 

Þátttökugjald er 5.000kr fyrir félagsmenn en 6.000kr fyrir aðra þátttakendur. Innifalið í þátttökugjaldinu eru 150 leirdúfur á meðan námskeiðið stendur. Hver umfram hringur (25 leirdúfur) á námskeiðinu kostar 500kr.

 

Þátttakendur þurfa að koma með eigin skot.

 

Skráning og frekari upplýsingar gefur
Óli Byron s.869-4848
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sögulegir samningar

Á fimmtudaginn klukkan 12:00 verða samstarfssamningar á milli HHF og sveitafélaganna á svæðinu annars vegar og á milli HHF og sex af stærstu fyrirtækjunum á svæðinu. Samningarnir eru vottun þess að öll erum við sammála um að íþróttir og iðkun þeirra skipti okkur miklu máli. Athöfnin mun eiga sér stað í Fjölval á Patreksfirði og eru allir hvattir til að mæta og þiggja súpu og brauð.

 

Sjáumst :)

Starfsmenn

  • Latest
    The latest news from the Joomla! Team

Samstarfsaðila

Tálknafjörður     Vesturbyggð     Arnarlax     landsbankinn     Þórsberg     Fjarðalax     Oddi   islensk k felagi