Fréttir

Atburðadagatal-frettir

Mótaskrá HHF 2014


Dags. Mót

10. júní Sparkvallamót - Tálknafjörður


Júní Samæfing á vegum SamVest


Júní Frjálsíþróttaskóli UMFÍ - Borgarnes, 11 ára og eldri


29. júní Sumarleikar HHF - Bíldudalur


21.-22. júní Landsmót UMFÍ 50+ - Húsavík


5. júlí SAMVEST - Borgarnes


15. júlí Sparkvallamót - Patreksfjörður – grillveisla


17. júlí Kvöldmót 17 ára og eldri - Bíldudal


31. júlí-4.ágúst Unglingalandsmót UMFÍ - Sauðárkrókur


16.-17. ágúst Meistaramót Íslands 11-14 ára - Þórsvöllur Akureyri


24. ágúst Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri - Laugar í Reykjadal


Október Samæfing SamVest í Laugardalshöll


22. nóvember Silfurleikar ÍR - Reykjavík

Nýr framkvæmdarstjóri tekinn til starfa

Nú hefur Birna Friðbjört S. Hannesdóttir tekið til starfa sem framkvæmdastjóri Héraðssambands Hrafnaflóka. Skrifstofa HHF mun vera í bílskúrnum á Strandgötu 19 og hvetjum við alla til að koma við í kaffi og spjall, með þessu viljum við gera starfið sýnilegt og aðgengilegt.

Opnunartími er breytilegur og því mun vera skilti fyrir utan þegar framkvæmdastjóri er við.


Vefpóstur Birnu er This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og sími 8683915 ef einhverjar spurningar eða vangaveltur koma upp.


Bestu kveðjur
Stjórn HHF

Héraðsþing HHF

Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka var haldið í Félagsheimili Patreksfjarðar þann 1.apríl s.l.


Lilja Sigurðardóttir, formaður HHF sagði að vel hafi verið mætt og voru ýmis mál tekin fyrir. Mótaskrá sumarsins var samþykkt auk þess sem reglugerðir um lottóskiptingu og val á íþróttamanni ársins voru endurskoðaðar. Birna Friðbjört Hannesdóttir var ráðinn framkvæmdarstjóri HHF í sumar og mun hún einnig sjá um þjálfun í frjálsum íþróttum á öllu svæðinu. 

Rætt var um stefnumótun í íþrótta- og æskulýðsmála á sunnanverðum Vestfjörðum en mikil uppbygging hefur verið í gangi seinustu ár hjá Héraðssambandinu og aðildafélögum þess. Íþrótta- og æskulýðsmál eru alltaf að þróast og þarf sambandið að fylgja þessum breytingum eftir með nýjungum og uppstokkun í starfi sínu. Stefnumótunarvinna seinstu mánaða hefur skilað góðum árangri og er von stjórnar HHF að þessi vinna haldi áfram næstu árin þar til lína hefur verið lögð fyrir íþrótta- og æskulýðsmál á sunnanverðum Vestfjörðum.


Ein umsókn barst árið 2013 í Minningarsjóð Stefáns Jóhannesar Sigurðssonar en tilgangur sjóðsins er að styrkja unga og efnilega íþróttamenn innan Héraðssambandsins Hrafna-Flóka til frekari þjálfunar. Hilmir Freyr Heimisson fékk styrk, en hann teflir í flokki 12 ára og yngri er Íslandsmeistari í skólaskák 2013 en Landsmótið í skólaskák var haldið á Patreksfirði í maí s.l. Hilmir Freyr á glæstan feril að baki og má m.a. nefna að hann er unglingameistari Hellis 2012,
unglingameistari T.R. 2011 og varð barnablitzmeistari á Reykjavík Open 2012. Stjórn HHF hlakkar til að fylgjast með þessum efnilega skákmanni í framtíðinni.


Engin breyting varð á aðalstjórn HHF en stjórnina skipa Lilja Sigurðardóttir, formaður, Sædís Eiríksdóttir, meðstjórnandi og Birna Friðbjört Hannesdóttir, meðstjórnandi. Ein breyting varð á varastjórn en Ólafur Byron Kristjánsson kom inn í stað Guðnýjar Sigurðardóttur. Varastjórn skipa nú Heiðar Jóhannsson, Kristrún A. Guðjónsdóttir og Ólafur Byron Kristjánsson. Stjórn HHF vill þakka Guðnýju Sigurðardóttur kærlega fyrir störf sín í þágu sambandins seinustu ár.

Starfsmenn

  • Latest
    The latest news from the Joomla! Team

Samstarfsaðila

Tálknafjörður     Vesturbyggð     Arnarlax     landsbankinn     Þórsberg     Fjarðalax     Oddi   islensk k felagi