Fréttir

Hreyfivika UMFÍ 2019

Vikuna 27. maí - 2. júní verður Hreyfivika UMFÍ haldin hátíðleg. HHF lætur sitt ekki eftir liggja og er með dagskrárviðburði í öllum þéttbýlum svæðisins í vikunni.

 

Auglysing

Öflugir strákar

24.-25. maí nk. verður námskeiðið ,,Öflugir Strákar" haldið. Námskeiðið er kennt af Bjarna Fritzsyni í Tálknafjarðarskóla. Hvetjum strákana okkar til að skrá sig og eflast.

 

Sam Vest verkefnið hlaut Hvatningarverðlaun UMFÍ

Aðilar að SamVest samstarfinu hlutu Hvatningarverðlaun UMFÍ á þingi þess sem haldið er í Vík dagana 17.-18. október. Aðilar að þessu samstarfi eru UMFK, USK, UMSB, UDN, HSS, HSH og HHF. Vísir að SamVest verkefninu varð þegar Flemming Jessen og Ingimundur Ingimundarson buðu til æfingabúða í frjálsum íþróttum að Varmalandi í Borgarfirði.

Þangað var boðið ungmennum af öllu Vesturlandi og kviknaði þá áhugi á því að efla samstarf á milli héraðssambandanna á svæðinu. Þessi hugmynd varð síðan að veruleika haustið 2012 þegar sjö sambandsaðilar af Vesturlandi og á sunnanverðum Vestfjörðum skrifuðu undir viljayfirlýsingu þess efnis að standa saman að þróunarverkefninu Sam Vest.

Markmiðið var að auka útbreiðslu og eflingu frjálsra íþrótta, auka útbreiðslu og eflingu frjálsra íþrótta, auka ástundun íþróttarinnar og gera hana aðlaðandi og að ánægjulegum kosti fyrir börn og ungmenni á samstarfssvæðinu.

Þetta verkefni hefur gengið mjög vel og nýverið undirrituðu fulltrúar Sam Vest og frjálsíþróttadeildar FH undirrituðu samstarfssamning um aðstöðu og þjálfun. Frjálsíþróttadeild FH mun jafnframt sjá SamVest fyrir gestaþjálfurum á þessum æfingum í Kaplakrika.

Íþróttamenn SamVest mega koma á einstaka æfingar í Hafnarfirði ef þau eru á svæðinu. Ennfremur nær þetta samstarf til nemenda af SamVest svæðinu sem eru við nám á höfuðborgarsvæðinu, en þau hafa aðgang að æfingum FH í Kaplakrika gegn sama gjaldi og FH-ingar

Frétt tekin af umfi.is

Við hjá HHF erum yfiráta stolt af verðlaununum!

Héraðsþing 2019

Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka var haldið hátíðlegt á Hópinu í Tálknafirði þann 10. apríl sl. Auk hefðbundinna þingstarfa voru íþróttamenn ársins heiðraðir og mótaskrá sumarsins samþykkt. Hana er að finna á síðunni.

 

Ný stjórn var einnig kosinn. Iða Marsibil Jónsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og er Margrét Brynjólfsdóttir nýr formaður HHF. Önnur breyting varð á stjórn sambandsins því Guðrún Eggertsdóttir vék úr stjórn og Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson kemur inn í hennar stað. Kristrún Guðjónsdóttir situr áfram í stjórn sem gjaldkeri sambandsins. Engar breytingar urðu á varastjórn sambandsins og sitja þeir Ólafur Byron Kristjánsson, Heiðar Jóhannsson og Guðlaugur Jónsson áfram.

 

HHF þakkar þeim Iðu Marsibil og Guðrúnu fyrir vel unnin störf síðustu tvö árin og óskar þeim Margréti og Sigurbirni Veigari velfarnaðar í þeirra störfum í þágu sambandsins. 

 

received 2263104907271204

 

Verðlaunahafar frá vinstri:

Björg Sæmundsdóttir kylfingur ársins, Elísa Margrét Marteinsdóttir körfuknattleiksmaður ársins, Rakel Jóna Davíðsdóttir Bredesen frjálsíþróttamaður ársins, Aníta Steinarsdóttir sundmaður ársins og íþróttamaður ársins og Katrín Una Garðarsdóttir knattspyrnumaður ársins.

 

received 327434218130800

 

Á myndinni að ofan er Aníta Steinarsdóttir íþróttamaður ársins. Titilinn hlaut hún fyrir afrek sín í sundlaugunum og inni á frjálsíþróttavellinum. Aníta vann til bronsverðlauna í 50m bringusundi á Unglingalandmótinu ásamt því að vera í sveit HHF í 4x50m boðsundi sem einnig vann til bronsverðlauna á sama móti. Aníta vann þar að auki til silfurverðlauna í hástökki á Unglingalandsmótinu ásamt því að vera í 4x100m boðhlaupssveit HHF sem vann til gullverðlauna á Unglingalandsmótinu.

 

received 585876005241345

 

Á myndinni að ofan eru frá vinstri: Guðlaugur Jónsson og Heiðar Jóhannsson fulltrúar í varastjórn, Margrét Brynjólfsdóttir, Kirstrún A. Guðjónsdóttir og Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson sem mynda stjórn sambandsins. Á myndina vantar Ólaf Byron Kristjánsson sem einnig er í varastjórn.

Íþróttaskóli HHF

LOKSINS - Íþróttaskóli HHF er farinn af stað! Í gær, mánudaginn 7. september fór hann af stað á Patreksfirði og Tálknafirði. Í dag fer hann af stað á Bíldudal. Góð þátttaka er í skólann en hann er í boði fyrir börn í 1. - 4. bekk á svæðinu.

 

Fyrirkomulag Íþróttaskóla HHF er þannig að þrisvar í viku er börnin í grunnþjálfun, þ.e. almennar æfingar sem bæta almennan hreyfiþroska og veitir þeim grunntækni sem hagnast þeim í öllu sem þau taka sér fyrir hendur. Tvisvar í viku er svo boltaskóli. Þar eru kenndar boltagreinar í lotum. Reynt verður að hafa fjölbreytni í fyrirrúmi þó mesta áherslan sé á þær boltagreinar sem eru í boði hjá aðildarfélögum HHF sem börnin geta stundað þegar þau útskrifast úr Íþróttaskóla HHF.

 

Kennarar við skólann þetta starfsárið eru Páll Vilhjálmsson, Þorbjörg Petrea Pálsdóttir og Marion Worthmann. HHF er gríðarlega stolt að geta loksins lagt af stað með þetta verkefni.

 

Kennslutímar eru sem hér segir en þeir standa allir yfir í 45 mínútur, lýkt og kennslustund í skólanum:

 

Patreksfjörður (Þorbjörg Petrea):

1.-2. bekkur - alla virka daga strax eftir að skóla lýkur klukkan 13:15

3.-4. bekkur - alla virka daga klukkan 14:00

 

Tálknafjörður (Marion og Páll):

1.-4. bekkur - mánudaga, miðvikudaga og föstudaga klukkan 14:00 (Marion)

1.-4. bekkur - þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 14:45 (Páll)

 

Bíldudalur (Páll):

1.-4. bekkur - alla virka daga klukkan 13:30

 

HHF vill þakka öllum þeim sem koma að Íþróttaskólanum á einn eða annan hátt.

Starfsmenn

  • Latest
    The latest news from the Joomla! Team

Samstarfsaðila

Tálknafjörður     Vesturbyggð     Arnarlax     landsbankinn     Þórsberg     Fjarðalax     Oddi   islensk k felagi