Fréttir

Sam Vest verkefnið hlaut Hvatningarverðlaun UMFÍ

Aðilar að SamVest samstarfinu hlutu Hvatningarverðlaun UMFÍ á þingi þess sem haldið er í Vík dagana 17.-18. október. Aðilar að þessu samstarfi eru UMFK, USK, UMSB, UDN, HSS, HSH og HHF. Vísir að SamVest verkefninu varð þegar Flemming Jessen og Ingimundur Ingimundarson buðu til æfingabúða í frjálsum íþróttum að Varmalandi í Borgarfirði.

Þangað var boðið ungmennum af öllu Vesturlandi og kviknaði þá áhugi á því að efla samstarf á milli héraðssambandanna á svæðinu. Þessi hugmynd varð síðan að veruleika haustið 2012 þegar sjö sambandsaðilar af Vesturlandi og á sunnanverðum Vestfjörðum skrifuðu undir viljayfirlýsingu þess efnis að standa saman að þróunarverkefninu Sam Vest.

Markmiðið var að auka útbreiðslu og eflingu frjálsra íþrótta, auka útbreiðslu og eflingu frjálsra íþrótta, auka ástundun íþróttarinnar og gera hana aðlaðandi og að ánægjulegum kosti fyrir börn og ungmenni á samstarfssvæðinu.

Þetta verkefni hefur gengið mjög vel og nýverið undirrituðu fulltrúar Sam Vest og frjálsíþróttadeildar FH undirrituðu samstarfssamning um aðstöðu og þjálfun. Frjálsíþróttadeild FH mun jafnframt sjá SamVest fyrir gestaþjálfurum á þessum æfingum í Kaplakrika.

Íþróttamenn SamVest mega koma á einstaka æfingar í Hafnarfirði ef þau eru á svæðinu. Ennfremur nær þetta samstarf til nemenda af SamVest svæðinu sem eru við nám á höfuðborgarsvæðinu, en þau hafa aðgang að æfingum FH í Kaplakrika gegn sama gjaldi og FH-ingar

Frétt tekin af umfi.is

Við hjá HHF erum yfiráta stolt af verðlaununum!

Íþróttaskóli HHF

LOKSINS - Íþróttaskóli HHF er farinn af stað! Í gær, mánudaginn 7. september fór hann af stað á Patreksfirði og Tálknafirði. Í dag fer hann af stað á Bíldudal. Góð þátttaka er í skólann en hann er í boði fyrir börn í 1. - 4. bekk á svæðinu.

 

Fyrirkomulag Íþróttaskóla HHF er þannig að þrisvar í viku er börnin í grunnþjálfun, þ.e. almennar æfingar sem bæta almennan hreyfiþroska og veitir þeim grunntækni sem hagnast þeim í öllu sem þau taka sér fyrir hendur. Tvisvar í viku er svo boltaskóli. Þar eru kenndar boltagreinar í lotum. Reynt verður að hafa fjölbreytni í fyrirrúmi þó mesta áherslan sé á þær boltagreinar sem eru í boði hjá aðildarfélögum HHF sem börnin geta stundað þegar þau útskrifast úr Íþróttaskóla HHF.

 

Kennarar við skólann þetta starfsárið eru Páll Vilhjálmsson, Þorbjörg Petrea Pálsdóttir og Marion Worthmann. HHF er gríðarlega stolt að geta loksins lagt af stað með þetta verkefni.

 

Kennslutímar eru sem hér segir en þeir standa allir yfir í 45 mínútur, lýkt og kennslustund í skólanum:

 

Patreksfjörður (Þorbjörg Petrea):

1.-2. bekkur - alla virka daga strax eftir að skóla lýkur klukkan 13:15

3.-4. bekkur - alla virka daga klukkan 14:00

 

Tálknafjörður (Marion og Páll):

1.-4. bekkur - mánudaga, miðvikudaga og föstudaga klukkan 14:00 (Marion)

1.-4. bekkur - þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 14:45 (Páll)

 

Bíldudalur (Páll):

1.-4. bekkur - alla virka daga klukkan 13:30

 

HHF vill þakka öllum þeim sem koma að Íþróttaskólanum á einn eða annan hátt.

Þorbergur réttmætur evrópumeistari!

Íþróttafélagið Hörður​, sem er eitt af aðildafélögum HHF, hefur eignast evrópumeistara unglinga í kraftlyftingum. Á vef Kraftlyftingasambands Íslands (www.kraft.is) segir að niðurstöður lyfjarprófa á EM unglinga í Ungverjalandi í apríl liggi nú fyrir og er opinbert að sigurvegarinn í +120 kg flokk karla, Vasily Malashkin frá Rússlandi, hefur verið dæmdur úr leik vegna brota á lyfjareglum.

 

Það þýðir að Þorbergur Guðmundsson, frá Kraftlyftingadeild Harðar er hinn rétti Evrópumeistari í flokknum.

 

Til hamingju Þorbergur!!

Sumarleikar 2015 - nýtt héraðsmet

Sumarleikar HHF voru haldnir við hátíðlega athöfn á Völuvelli um helgina. 75 keppendur voru skráðir til leiks í blíðunni á Bíldó. Skemmst er frá því að segja að allir hafi notið stundarinnar bæði keppendur og aðrir gestir. Bros og gleði skein úr andlitum keppenda og lang flestir stigu framfaraskref á leikunum. Hápunktur mótsins reyndist vera í kringlukasti 14 ára stúlkna en Liv Bragadóttir frá UMFT gerði sér lítið fyrir og kastaði kringlunni 32,37 metra og setti þar með nýtt héraðsmet. Fyrra met átti systir hennar Brynja Liv Bragadóttir. Frábær árangur það og óskum við Liv til hamingju með nýtt héraðsmet!

Námskeið í leirdúfuskotfimi

Skotíþróttafélag Vestfjarða stendur fyrir námskeiði í leirdúfuskotfimi helgina 3-5 júlí. Námskeiðið verður haldið á æfingarsvæði félagsins sem er staðsett á Hlaðseyrarhæð. Gunni Sig sér um kennsluna og hefur hann meðal annars þjálfað landsliðshóp kvenna í leirdúfuskotfimi.

 

Þátttökugjald er 5.000kr fyrir félagsmenn en 6.000kr fyrir aðra þátttakendur. Innifalið í þátttökugjaldinu eru 150 leirdúfur á meðan námskeiðið stendur. Hver umfram hringur (25 leirdúfur) á námskeiðinu kostar 500kr.

 

Þátttakendur þurfa að koma með eigin skot.

 

Skráning og frekari upplýsingar gefur
Óli Byron s.869-4848
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Starfsmenn

  • Latest
    The latest news from the Joomla! Team

Samstarfsaðila

Tálknafjörður     Vesturbyggð     Arnarlax     landsbankinn     Þórsberg     Fjarðalax     Oddi   islensk k felagi